mobile navigation trigger mobile search trigger
02.02.2024

Íbúafundir í Fjarðabyggð

Dagana 15. – 23. janúar fóru fram vel sóttir íbúafundir í öllum grunnskólum Fjarðabyggðar. Markmiðið með fundunum var að fara yfir stöðu mála sveitarfélagsins og ræða framtíðina.

Íbúafundir í Fjarðabyggð

Jóna Árný heimsótti einnig nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskólanna og kynnti fyrir þeim fundina og bauð þeim að koma sérstaklega. 

Fundunum var skipt upp í tvö hluta, þar sem fyrri hlutinn var í formi kynningar, þar sem Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstóri fór yfir stöðu mála og svo tóku fulltrúar bæjarráðs til máls. Seinni hlutinn var í formi vinnustofu þar sem umræður áttu sér stað milli kjörna fulltrúa og íbúa. Góðar umræður sköpuðust á milli fundargesta og kjörna fulltrúa. Má þar nefna bættar almenningssamgöngur, skólamál, íþróttamannvirki svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fundina bauð bæjarstjóri uppá viðtalstíma sem voru vel sóttir. 

Í lok fundar gafst fundargestum færi á að spyrja fulltrúa bæjarráðs og bæjarstjóra spurninga.

Fleiri myndir:
Íbúafundir í Fjarðabyggð
Íbúafundir í Fjarðabyggð
Íbúafundir í Fjarðabyggð
Íbúafundir í Fjarðabyggð
Íbúafundir í Fjarðabyggð
Íbúafundir í Fjarðabyggð
Íbúafundir í Fjarðabyggð
Íbúafundir í Fjarðabyggð

Frétta og viðburðayfirlit