Opinn íbúafundur verður haldinn í Grunnskólanum á Reyðarfirði þriðjudaginn 14. nóvember kl. 18:00.
08.11.2023
Íbúafundur um framleiðslu rafeldsneytis á Reyðarfirði
Klukkan 18:00
Á fundinum munu fulltrúar Fjarðabyggðar, Fjarðarorku og CIP fara yfir stöðu og forsendur uppbyggingar á fyrirhugaðri rafeldsneytisframleiðslu á Reyðarfirði og þau tækifæri sem hún og Orkugarður Austurlands getur leitt af sér fyrir svæðið.
Að erindum loknum gefst fólki kostur á að eiga létt kaffispjall við fulltrúa Fjarðabyggðar, Fjarðarorku og CIP.