mobile navigation trigger mobile search trigger
27.04.2019

Íbúafundur um stöðu Norðfjarðarár

Þriðjudaginn 23. apríl var haldinn íbúafundur um stöðu Norðfjarðarár, megin efni fundarins voru niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar sem sýndu að talsverð hnignun hefði orðið á bleikjuveiði í ánni. En síðasta sumar var veiðin í ánni sögulega lág en þá veiddust 531 bleikjur sem er talsvert undir meðaltali fyrir þessa gjöfulu bleikjuá. Fundurinn sem var haldinn í safnaðarheimilinu var vel sóttur enda efni hans mörgum hugleikið enda áin ein af perlum Norðfjarðar og Fjarðabyggðar.

Íbúafundur um stöðu Norðfjarðarár

Síðasta sumar var veiðin í ánni sögulega lág en þá veiddust 531 bleikjur sem er talsvert undir meðaltali fyrir þessa gjöfulu bleikjuá. Fundurinn sem var haldinn í safnaðarheimilinu var vel sóttur enda efni hans mörgum hugleikið enda áin ein af perlum Norðfjarðar og Fjarðabyggðar.

Guðni Guðbergsson, sviðstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun, kynnti fyrir fundinum stöðu árinnar út frá niðurstöðum áfangaskýrslu Hafró á vöktun á laxfiskastofnum Norðfjarðarár í kjölfar efnistöku, sjá skýrslu hér (link á skýrslu). Sagði Guðni að það væri mikilvægt að sýna ám skilning og að þrengja ekki of mikið að þeim, þær þyrftu sitt svæði til að geta þrifist sem búsvæði fyrir þær lífverur sem þar lifa þ.m.t. bleikjuna.

Mikilvægt væri að hlúa að búsvæðum bleikjuseiðanna en efnistaka hefur í því tilliti mjög neikvæð áhrif. Guðni notaði samlíkingu til að útskýra að heimurinn undir vatni er okkur sjáandi svo hulinn, við leyfum vinnuvélum að keyra út á búsvæði seiða án þess að hika hið minnsta en líkja mætti seiðabúsvæðum við kríuvarp snemma sumars. Það er margt sem ekki er hægt að ráða við í náttúrunni s.s. ofsafengnar rigningar og að áin hlaupi en það sem hægt er að stjórna er veiði, malarvinnsla í ánni og vatnsgæði og því tengdu sagði Guðni að mikilvægt væri að ganga vel um ána og bera virðingu fyrir vistkerfi hennar.

Á fundinum var margs spurst m.a. um rannsóknina og eðli vatnsfalla, áhrif efnistöku og eftirlit með veiði. Í tengslum við eftirlit með stöðu bleikjustofnsins benti Guðni á að mikilvægt væri að halda veiðiskýrslur yfir afla úr ánni en að auki væri hægt að senda hreistur inn til rannsóknar. Til enn frekari eftirlits á ánni væri hægt að koma fyrir hitamælum til að mæla hitasveiflur í ánni.

En er ástæða til að hafa áhyggjur af niðurstöðu rannsóknarinnar og jafnvel grípa til aðgerða? Guðni svaraði því til að ekki væri ástæða til þess að vera með panik vegna stöðu árinna en það væri nauðsynlegt að huga að góðri umgengni um þessa gjöfulu bleikjuá.

Frétta og viðburðayfirlit