mobile navigation trigger mobile search trigger
17.04.2023

Fjölmennur íbúafundur í Neskaupstað

Íbúafundur sem haldinn var í Egilsbúð í Neskaupstað vegna snjóflóðanna var vel sóttur af íbúum.

Tilgangur fundarins var að  að upplýsa íbúa Fjarðabyggðar um stöðu mála í kjölfar ofanflóða og rýminga í Fjarðabyggð 27. – 1. apríl sl.

Á fundinn héldu aðilar frá Veðusrstofu Íslands, sérfræðingur í ofanflóðavörnum hjá Verkís, Náttúruhamfaratryggingum, Lögreglunni á Austurlandi, fulltrúa þjónustumiðstöðvar Almannavarna í Egilsbúð ásamt  Jónu Árný bæjarstjóra og Jóni Birni fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

Fjölmennur íbúafundur í Neskaupstað

Jóna Árný bæjarstjóri hóf fundinn á að þakka þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hönd á plóg í kjölfar flóðanna, og fór stuttlega yfir það gríðarlega mikla starf sem þessir aðilar tókust á við. Við þá aðila viljum við segja TAKK.

Jón Björn fór stuttlega yfir það viðbragð sem fór í gang eftir að fyrsta tilkynning barst um snjóflóðin. Jón Björn lagði áherslu á uppbyggingu varnagarðanna og það sýndi sig í snjóflóðunum hversu mikilvægt það er að þeirri vinnu verði flýtt og varnagarðarnir reystir sem allra fyrst.

Magni Hreinn Jónsson fór yfir ofanflóðahættumat í Fjarðabyggð. Víða á eftir að endurskoða hættumat undir vörnum. Nauðsynlegt er að hættumat sýni raunverulegar aðstæður þó að tillögur að endurskoðuðu hættumati liggi fyrir. Eftir snjóflóðin á Flateyri 2020 var lögð áhersla á að endurskoða hættumat undir leiðigörðum. Hafa verið gerð drög að endurskoðuðu hættumati fyrir Flateyri. Í þeirri vinnu var notast við þrívítt snjóflóðalíkan sem hefur verið þróað í samstarfi við Theta Frame Solutions í Austurríki, Veðurstofu Íslands og Verkís. Slíkt líkan getur líkt eftir árekstri snjóflóða við fyrirstöður (leiðigarða, þvergarða og keilur) sem eldri líkön eiga erfitt með. 

Harpa Grímsdóttir frá Veðurstofunni fór yfir það hvernig Ofanflóðavakt Veðurstofunnar starfar, þá verkferla sem fara af stað þegar ákveðið er að fara í rýmingu, og hvernig slíkar ákvarðanir eru teknar. Embætti lögreglustjóra útfærir svo og framfylgir rýmingu, getur einnig bætt við rýmingar eða ákveðið að rýma án þess að boð hafi komið frá Veðurstofunni. 

Kristín Martha Hákonardóttir, sérfræðingur í ofanflóðavörnum hjá Verkís fór yfir virkni varna og þeim lærdóm sem má draga af flóðunum.

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands fór yfir tryggingamál og hvernig Náttúruhamfaratryggingar vinna og hvað er tryggt og hvernig verkferlar eru. 

Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi og Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn fóru yfir það gríðar stóra verkefni sem við stóðum frami fyrir. Um 1000 einstaklingar þurftu að yfirgefa heimili sín á 16 stöðum. Er þetta stærsta rýming sem hefur átt sér stað frá Vestmannaeyjargosinu árið 1973. Rýni á aðgerðum hefur ekki farið fram og er því eingöngu um sjónarhorn lögreglu að ræða. 

Aðgerðir voru umfangsmiklar, aðgerðarstjórn var virkjuð með mjög litlum fyrirvara og vann störf sín á fjarfundi. 

Að lokum fór Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir yfir starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar sem opnuð var í Egilsbúð. Þar var lagt megináherslu á stuðning við íbúa ásamt samstarfi við starfsfólk Fjarðabyggðar og aðra þá sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í langtímaverkefnum. 

Sá stuðningur sem meðal annars stóð til boða var sálfélagslegur stuðningur, kaffispjall og viðtöl við ráðgjafa vegna eignatjóns. Einnig var lögmaður sem Fjarðabyggð fékk til að aðstoða og vera tjónþolum innan handar í samskiptum sínum við Náttúruhamfaratryggingar.

Hægt er að nálgast upptöku frá fundinum með því að smella hér

 

Fleiri myndir:
Fjölmennur íbúafundur í Neskaupstað
Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar
Fjölmennur íbúafundur í Neskaupstað
Harpa Grímsdóttir, frá Veðurstofu Íslands
Fjölmennur íbúafundur í Neskaupstað
Kristín Martha Hákonardóttir, sérfræðingur í ofanflóðavörnum hjá Verkís
Fjölmennur íbúafundur í Neskaupstað
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands
Fjölmennur íbúafundur í Neskaupstað
Margrét María Sigurðardóttir , Lögreglustjóri á Austurlandi
Fjölmennur íbúafundur í Neskaupstað
Kristján Ólafur Guðnason, Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi
Fjölmennur íbúafundur í Neskaupstað
Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fulltrúi þjónustumiðstöðvar Almannavarna í Egilsbúð

Frétta og viðburðayfirlit