mobile navigation trigger mobile search trigger
19.05.2017

Íbúar Breiðabliks taka þátt í vorhreinsun

Nú er hin árlega vorhreinsun í fullum gangi og eru íbúar hvattir til þess að taka höndum saman og gera umhverfið snyrtilegra.

Íbúar Breiðabliks taka þátt í vorhreinsun
Íbúarnir tóku virkan þátt í vorhreinsuninni

Íbúar Breiðabliks í Neskaupstað hittust á fimmtudaginn kl. 13:30 og hreinsuðu nánasta umhverfi. Íbúarnir nutu liðsinnis Helgu Elísabetar, félagsmálastjóra, við verkið. Að loknu verki voru íbúarnir afar ánægðir enda búnir að leggja sitt af mörkum í það sameiginlega verkefni að gera samfélagið okkar snyrtilegra.

Veðurspáin fyrir helgina er góð og eru íbúar hvattir til þess að gera umhverfi sitt snyrtilegra, setja úrganginn út fyrir lóðamörkin og framkvæmda- og þjónustumiðstöðin mun sjá um að hirða hann.

Bendum einnig á bæklinginn Vor í Fjarðabyggð þar sem allt um vorhreinsunina má finna.

Tökum höndum saman!

Frétta og viðburðayfirlit