Niðurstaða vatnsmælinga Heilbrigðiseftirlits Austurlands á Stöðvarfirði sem tekin voru fyrir helgi reyndist vera á þann veg að neysluvatn stenst ekki kröfur skv. neysluvatnsreglugerð nr 536/2001.
25.03.2024
Íbúum á Stöðvarfirði ráðlagt að sjóða neysluvatn
Starfsfólk vatnsveitu Fjarðabyggðar vinnur að því að fara yfir brunnsvæðið og skola út kerfi. Tekin verða sýni reglulega næstu daga og staðan metin degi til dags. Þangað til er fólki ráðlagt, sem varúðarráðstöfun, að sjóða drykkjarvatn.