mobile navigation trigger mobile search trigger
19.09.2024

Íbúum stendur til boða að sækja sér tré

Íbúum stendur til að boða að sækja sér tré á framkvæmdarsvæði snjóflóðavarnagarðanna í Neskaupstað, föstudaginn 20. september til og með sunnudeginum 22. september. Þar sem framkvæmdir standa yfir eru íbúar beðnir um að sýna aðgát og fylgja leiðbeiningum starfsmanna. 

Íbúum stendur til boða að sækja sér tré
Á myndinni má sjá staðsetningu þeirra trjá sem íbúar geta sótt sér

Íbúar geta sótt sér birki tré, furu, ösp og greni. Það svæði sem um ræðir er fyrir ofan Starmýri, utan kartöflugarðana við Nesbakka. 

Gott er að hafa í huga að svæðin geta verið þýfð og erfið yfirferða. Mikilvægt er að hafa vel brýnda stunguskóflu og passa þarf að stinga góðan hring í kringum plöntuna til að ná sem mest af rótum með hnausnum. 

Aðstoð stendur ekki til boða, en hægt er að fá frekari upplýsingar hjá garðyrkjustjóra í síma 860-4523

Frétta og viðburðayfirlit