mobile navigation trigger mobile search trigger
29.04.2022

Íslandsglíman 2022 á Reyðarfirði

Hundraðasta og ellefta Íslandsglíman fer fram laugardaginn 30. apríl í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og hefst keppni kl. 13. Keppt er um Freyjumenið í kvennaflokki og Grettisbeltið, elsta verðlaunagrip á Íslandi, í karlaflokki en siguvegararnir hljóta sæmdarheitin Glímudrottning og Glímukóngur Íslands.

Íslandsglíman 2022 á Reyðarfirði

Keppendur koma af öllu landinu og gera má ráð fyrir æsispennandi keppni í báðum flokkum.

Keppni um Freyjumenið:
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, UMFN
Kristín Embla Guðjónsdóttir, UÍA
Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir, GFD
Jóhanna Vigdís Pálmadóttir, GFD
Dagný Sara Viðarsdóttir, GFD
Birna Rún Ingvarsdóttir, GFD

Keppni um Grettisbeltið:
Einar Eyþórsson, Mývetningi
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA
Hjörtur Elí Steindórsson, UÍA
Snjólfur Björgvinsson, UÍA
Hákon Gunnarsson, UÍA
Þórður Páll Ólafsson, UÍA
Ægir Örn Halldórsson, UÍA
Jóhannes Pálsson, UMFN
Gunnar Guðmundsson, UMFN

Keppni hefst kl. 13:00. Fólk er hvatt til að mæta og styðja duglega við bakið á glímumönnunum.

Fleiri myndir:
Íslandsglíman 2022 á Reyðarfirði

Frétta og viðburðayfirlit