mobile navigation trigger mobile search trigger
29.06.2015

Sigfús „Róri“ Guðlaugsson heiðraður

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, afhenti Sigfúsi Guðlaugssyni, rafveitustjóra, sértaka viðurkenningu vegna stuðnings Rafveitu Reyðarfjarðar við Íslenska stríðsárasafnið allt frá stofnun þess. 

Sigfús „Róri“ Guðlaugsson heiðraður
Hér má sjá Sigfús „Róra“ Guðlaugsson þakka Safnastofnun Fjarðabyggðar fyrir viðurkenninguna sem hann veitti viðtöku. Viðurkenninguna afhenti Jón Björn Hákonarson, sem er hér Róra til vinstri handar.

Hér má sjá Sigfúsi eða „Róra“ þakka fyrir sig. Viðurkenninguna veitir Safnastofnun Fjarðabyggðar vegna einstaks framlags til uppbyggingar safnsins. Rafveita Reyðarfjarðar hefur undir foyrstu Sigfúsar reynst safninu mikilvægur haukur í horni, jafnt í smáu sem stóru. Má þar nefna kaup á mikilvægum safnamunum og stuðning vegna skipulagðra viðburða á vegum safnsins á Hernámsdeginum. 

Frétta og viðburðayfirlit