mobile navigation trigger mobile search trigger
29.06.2015

Íslenska stríðsárasafninu færðar góðar gjafir

Það var hátíðleg stund, þegar Íslenska striðsárasafninu var árnað heilla, á Hernámsdeginum sl. sunnudag, í tilefni af 20 ára starfsafmælis þess. Velunnarar færðu auk þess safninu voru færðar góðar gjafir. 

Íslenska stríðsárasafninu færðar góðar gjafir
Hermannabúningurinn og hermannabeddinn, sem Íslenska stríðsárasafninu var fært að gjöf á Hernámsdeginum í tilefni af 20 ára starfsafmæli þess.

Á meðal þeirra sem tóku til máls á þessum tímamótum voru Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, Pálína Margeirsdóttir, menningar- og safnanefnd Fjarðabyggðar, Ísak Jóhann Ólafsson, fyrrverandi sveitarstjóri Reyðarfjarðarhrepps og Hreinn Sigmarsson, einn af frumkvöðlum safnsins.

Jón Björn, sem var jafnframt fyrsti forstöðumaður Íslenska stríðsárasafnsins, tók einnig á móti tveimur góðum gjöfum eða heilum breskum hermannabúningi og upprunalegum hermannabedda, hvoru tveggja úr síðari heimsstyrjöldinni og sambærilegt því sem var í notkun á þeim tíma á spítalakampnum á Reyðarfirði.

Búningurinn er gjöf breskrar frímúrarastúku, en beddinn er úr dánarbúi Óskars Sigurbjarnar Ólafssonar, seglagerðarmanns. Gjafirnar afhentu Óskar Sigurðsson og Páll Ólafur Pálsson, meðlimir í bresku stúkunni. Páll Ólafur var jafnframt tengdasonur Óskars heitins Sigurbjarnar.

Dagskrá Hernámsdagsins var í tilefni af 20 ára starfsafmælinu óvenjuvegleg. Sjá má svipmyndir af deginum á FB-síðu Fjarðabyggðar.

Frétta og viðburðayfirlit