mobile navigation trigger mobile search trigger
20.03.2023

Íþrótta- og tómstundastyrkir Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð óskar eftir umsóknum um styrki til íþrótta- og tómstundastarfs í fjarðabyggð.

Fjarðabyggð auglýsir annars vegar eftir umsóknum um íþróttastyrki en þeir styrkir skiptast í þrjá flokka.

  1. Styrkir til meginfélaga
  2. Styrkir til annarra félaga (sem eru ekki hluti af starfsemi meginfélaga)
  3. Styrkir til samvinnuverkefna 

Íþrótta- og tómstundastyrkir Fjarðabyggðar

Einnig auglýsum við eftir umsóknum um Rekstrar- og uppbyggingarstyrki.

Rekstrar- og uppbyggingarstyrkir

Þessir styrkir eru hugsaðir til uppbyggingar á, eða stuðnings við reksturs, íþrótta- eða tómstundafélaga sem reka eigin aðstöðu og eru ekki hluti meginfélaga.

Við hvetjum félög sem reka eða vilja reka öflugt starf fyrir börn, ungmenni og eldra fólk til að sækja um.

Nánari upplýsingar um skilyrði og úthlutun styrkja má finna hér

Umsóknafrestur er til 21. apríl 2023 og skal umsóknum skilað á þartilgerðum eyðublöðum í íbúagátt Fjarðabyggðar. Mikilvægt er að umsóknir séu ítarlegar og uppfylli þau skilyrði sem krafist er í reglum um styrki.

Skilyrði fyrir því að Íþrótta- og tómstundafélög geti sótt um Íþrótta- og tómstundastyrk eða rekstrar- og uppbyggingarstyrki er tenging þeirra við Sportabler kerfið og heimild til að taka við frístundastyrk frá Fjarðabyggð.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Árni Gunnarsson deildarstjóri íþróttamála, íþróttamannvirkja og skíðasvæðis magnus.arni@fjardabyggd.is eða í síma 470-9058

Íþróttastyrkir eru greiddir út í maí mánuði eftir að viðkomandi félög hafa skilað inn tilheyrandi gögnum.

Frétta og viðburðayfirlit