Íþróttadagur grunnskólanna var haldinn í íþróttahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 17. maí en dagurinn er íþróttadagur nemenda í 7.-10. bekk í Fjarðabyggð. Dagskráin byrjaði kl. 14 með hvatningarávarpi Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns Knattspyrnusambands Íslands og eftir það keyrðu nemendur úr Nesskóla upp stuðið og lið úr öllum skólum voru með hvatningar- og gleðihróp.
19.05.2023
Íþróttadagur grunnskóla og lokahátíð félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð
Við tóku þriggja tíma íþróttaviðburðir þar sem nemendur reyndu með sér í fjölbreyttum íþróttum. Kl. 17:00 tók svo við pizzuveisla og síðan var farið í sundlaugina og nemendur höfðu sig til fyrir lokahátíð félagsmiðstöðvanna sem haldin var í Egilsbúð. Þar hélt DJ Tadas uppi stuði til kl. 10. Virkilega skemmtilegur dagur er að baki og framkvæmd öll nemendum og starfsfólki til mikils sóma.