mobile navigation trigger mobile search trigger
21.11.2018

Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð

Hefð er komin á samvinnu Rauða kross deilda í Fjarðabyggð, Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, Mæðrastyrksnefndar Kvenfélagsins Nönnu, Kaþólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar við að styrkja einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin.

Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð

Þá hefur styrkjum í sjóðinn verið safnað frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Aðstoð sjóðsins felst í úttektarkortum í matvöruverslunum á svæðinu. Á síðasta ári var veitt aðstoð til 66 heimila og var heildarstyrkupphæð 3,5 milljónir.

Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á reikning 569-14-400458 kt. 520169-4079 en söfnunarreikningurinn er í nafni Eskifjarðarkirkju  (Ekki er tekið við gjöfum eða mat).

Sjóðurinn vill koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem hafa styrkt hann síðust ár.

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Björg Halldórsdóttir á netfanginu thorunnbjorg@redcross.is

Frétta og viðburðayfirlit