mobile navigation trigger mobile search trigger
29.11.2015

Jólasveinar einn og átta

Jólasveinar komu ofan af fjöllunum og tóku þátt í að tendra jólaljósin víða um Fjarðabyggð í dag og í gær. Hér má sjá þá sem komu til Neskaupstaðar í dag og nutu til þess dyggrar aðstoðar slökkviliðsins.

Jólasveinar einn og átta

Jólasveinar voru auk þess á ferð á Reyðarfirði í dag, í tilefni af því að kveikt var á jólatrénu. Þá voru þeir á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði í gær og vöktu að vanda mikla lukku.

Fyrstu jólasveinarnir komu til Fjarðabyggðar þegar á föstudaginn var, þegar Mjófirðingar tendruðu ljósin á jólatrénu sínu. Þá verða þeir aftur á ferð næstkomandi laugardag, þegar kveikt verður á jólatrénu á Eskifirði.

Fleiri myndir:
Jólasveinar einn og átta
Jólasveinarnir eru vildarvinir slökkviliðsins í Fjarðabyggð sem hjálpar þeim að komast til byggða.
Jólasveinar einn og átta
Jólaljósin ljóma í Neskaupstað.
Jólasveinar einn og átta
Gengið í kringum jólatréð á Fáskrúðsfirði. (Ljósm. Albert Kemp)
Jólasveinar einn og átta
Hó, hó. Spjallað við jóla á Fáskrúðsfirði. (Ljósm. Albert Kemp)
Jólasveinar einn og átta
Tendrun jólaljósa á Reyðarfirði.

Frétta og viðburðayfirlit