Jólatónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals voru haldnir 7. og 8. desember. Haldnir voru þrennir tónleikar og komu um 75 nemendur fram á þeim og mættu hátt í 200 áhorfendur. U.þ.b. 100 nemendur stunda nám við skólann og er mikil gróska í starfinu.
12.12.2022
Jólatónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar
Undirbúningur fyrir jólatónleikana hófst í byrjun nóvember. Mikil áhersla hefur verið lögð á samspil og að nemendur leiki og syngi hvert fyrir annað. Einnig eru kennarar skólans mjög virkir í samspili með nemendum. Efnisskrá tónleikanna var mjög fjölbreytt og metnaðarfull. Nemendur fluttu tónlist allt frá Bach til Bubba á hin ýmsu hljóðfæri. Nemendur fluttu svo frumsamið efni og gömlu jólalögin í bland.
Fleiri myndir: