Kjördæmadagar eru nú í gangi en þeir hófust 30. september og standa til 4. október. Þá nýta þingmenn dagana til að fara út í kjördæmin og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.
02.10.2024
Kjördæmadagar Alþingis
Á mánudaginn síðastliðin tók bæjarstjóri og bæjarráð á móti þingmönnum kjördæmisins og áttu með þeim klukkutíma fund. Fundurinn var gagnlegur og áttu þingmenn og fulltrúar Fjarðabyggðar gott samtal um þau málefni sem eru brýn í okkar samfélagi.
„Bæjarráð ásamt bæjarstjóra átti góðan fund með þingmönnum þar sem við gátum rætt ýmis brýn mál samfélagsins, spurt spurninga á víxl og rætt stöðuna. Það er afar mikilvægt að halda góðu samtali við þingmenn kjördæmisins og er kjördæmavikan einn af þeim vettvöngum sem við höfum til þess.“ sagði Jóna Árný, bæjarstjóri að loknum fundi með þingmönunum.
Fleiri myndir: