mobile navigation trigger mobile search trigger
17.05.2024

Kjörstaðir í Fjarðabyggð

Við forsetakosningar laugardaginn 1. júní 2024 verður kosið á eftirtöldum stöðum í Fjarðabyggð:

Kjördeild Kjörstaður Opnunartími
Norðfjörður Nesskóli 09:00 - 22:00
Eskifjörður Eskifjarðarkirkja 09:00 - 22:00
Reyðarfjörður Safnaðarheimilið 09:00 - 22:00
Fáskrúðsfjörður Skólamiðstöðin 09:00 - 22:00
Stöðvarfjörður Grunnskólinn 09:00 - 22:00
Breiðdalur Grunnskólinn 09:00 - 22:00
Mjóifjörður Sólbrekka 09:00 - 14:00*

*Kjörfundi í Mjóafirði lýkur strax og unnt er skv.  91. gr. kosningalaga nr. 112 frá 2021,  en þó ekki fyrr en kl. 14:00 og ekki siðar en kl. 17:00.

Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki.

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.

Aðsetur yfirkjörstjórnar Fjarðabyggðar á kjördag verður að Strandgötu 19a á Eskifirði, sími 4161616, netfang: gisli@rettvisi.is.

Yfirkjörstjórn Fjarðabyggðar,

Gísli M. Auðbergsson

Agnar Bóasson

Kristjana Mekkín Guðnadóttir.

Frétta og viðburðayfirlit