mobile navigation trigger mobile search trigger
15.09.2023

Klippikort tekin í notkun í dag

Frá og með föstudeginum 15. september þurfa heimili og fyrirtæki að greiða fyrir gjaldskyldan úrgang á móttöku- og þjónustustöðum Fjarðabyggðar með klippikorti.

Klippikort tekin í notkun í dag

Íbúar geta nálgast klippikortin á næstu móttökustöð Fjarðabyggðar. Rekstaraðilar geta nálgast fyrirtækjakort með því að hafa samband í gegnum netfangið klippikort@fjardabyggd.is eða á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, Reyðarfjörður.

Hvert kort innifelur 2,0 m3 af gjaldskyldum úrgangi og er skipt niður í 0,125 og 0,25 m3 hluta (c.a hálf eða ein tunna). Hvert skipti sem komið er með gjaldskyldan úrgang á móttöku- og söfnunarstöð er klippt samsvarandi magn af kortinu. 

Verð á klippikorti til heimila og rekstraraðila

Einstaklingar/heimili   8.000,-

Fyrirtæki/rekstraraðilar   32.000,-

Óflokkaður úrgangur er alltaf gjaldskyldur!

Eftirfarandi úrgangur er gjaldfrjáls:

  • Bylgjupappi
  • Hjólbarðar
  • Rafhlöður
  • Raftæki
  • Rafgeymar
  • Garðaúrgangur
  • Plastumbúðir
  • Pappír
  • Málmar
  • Stór plastfilma
  • Sléttur pappi
  • Úrgangsolía

Gjaldskylt á móttökustöðvum:

  • Gifs
  • Asbest
  • Rúðugler
  • Blandaður úrgangur
  • Olíusíur
  • Hreinlætistæki
  • Urðun
  • Málað timbur
  • Ómálað timbur
  • Matarolía
  • Einangrun
  • Flugeldar

Frekari upplýsingar

Frétta og viðburðayfirlit