Austurbrú hvetur íbúa Fjarðabyggðar til að taka þátt í árlegri könnun vegna BRAS hátíðarinnar 2023. Að þessu sinni var þemað hringurinn og bar hátíðin nafnið: Hringavitleysa. Einkunnarorð hátíðarinnar voru sem fyrr: Þora! Vera! Gera!
15.01.2024
Könnun vegna BRAS hátíðarinnar 2023
Fjölbreytt dagskrá var um allan fjórðunginn og þátttaka í menningarmiðstöðvum, sveitarfélögum og skólum góð. Sérstök áhersla var á að bjóða austfirsku listafólki að taka þátt í BRASinu, með því að bjóða uppá viðburði og vinnustofur víða um fjórðunginn.
Könnunin er liður í að meta hvernig hátíðin gekk í haust en til að geta stuðlað að áframhaldandi þróun viðburðarins er óskað eftir að eftirfarandi spurningum sé svarað.
Taka þátt í könnun.