mobile navigation trigger mobile search trigger
10.08.2015

Konur í meirihluta hafnarstjórnar

Þessi skemmtilega mynd var tekin nýlega í tilefni af því, konur eru í fyrsta sinn í sögu Fjarðbyggðar fleiri en karlar í hafnarstjórn. Þær eru nú þrjár af fimm stjórnarmönnum.

Konur í meirihluta hafnarstjórnar
Hafnarstjórn eftir fyrsta fundinn með konur í meirihluta stjórnarinnar.

Aðdragandinn er sá að með brotthvarfi Eiðs Ragnarssonar úr bæjarstjórn Fjarðabyggðar tók Pálina Margeirsdóttir sæti í hafnarstjórn. Auk hennar eiga þar sæti Eydís Ásbjörnsdóttir, Ævar Ármannsson, Sævar Guðjónsson, sem jafnframt er formaður stjórnar og Kristín Ágústsdóttir.

Segja má að um skemmtilega tilviljun sé að ræða á einmitt 100. afmælisári kosningarréttar kvenna.

Frétta og viðburðayfirlit