Laugardaginn 24. mars nk. fara fram kosningar um tillögu samstarfsnefndar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar. Ef í báðum sveitarfélögum reynast fleiri kjósendur fylgjandi sameiningu en andvígir telst hún samþykkt og tekur hún þá gildi 10. júní 2018 eftir staðfestingu ráðuneytis sveita-stjórnarmála.
Kosningar um tillögu samstarfsnefndar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar
Kjördeildir verða starfandi í Fjarðabyggð sem hér segir:
Eskifjörður - Kirkjumiðstöðin - 09:00 - 22:00
Fáskrúðsfjörður - Grunnskólinn - 09:00 - 22:00
Norðfjörður og Mjóifjörður - Nesskóli - 09:00 - 22:00
Reyðarfjörður - Safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju - 09:00 - 22:00
Stöðvarfjörður - Stöðvarfjarðarskóli - 09:00 - 22:00
Í Mjóafirði verður ekki starfandi kjördeild á kjördag en þar geta íbúar kosið utankjörstaðar hjá Sigfúsi Vilhjálmssyni og þeim sem það vilja er bent á að hafa samband við hann. Hægt er skoða inná vef Þjóðskrá Íslands í hvaða kjördeild menn eru með því að smella hér.
Hægt er að kynna sér tillögu samstarfsnefndarinnar og nálgast annað efni og upplýsingar tengt kosningunum hér á vefnum með því að smella hér.
Að lokum er rétt að hvetja fólk til að mæta á kjörstað á laugardaginn og taka þannig afstöðu til tillögu sameiningarnefndarinnar.