mobile navigation trigger mobile search trigger
01.08.2024

Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson

Þann 1. apríl 2023 tók ég við sem bæjarstjóri í Fjarðabyggð á skrýtnum tímum. Við vorum að koma úr erfiðum náttúruhamförum þar sem snjóflóð höfðu fallið í Neskaupstað í lok mars.
Unnið hafði verði að því í nokkurn tíma að undirbúa heimsókn forseta Íslands til Fjarðabyggðar. Til stóð að heimsóknin ætti að vera haustið 2022 en þá kom feikna óveður á Reyðarfirði í september.
Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson

Þrátt fyrir að formlega opinbera heimsóknin til Fjarðabyggðar hefði frestast af þeim sökum þá kom Guðni í heimsókn á slökkvistöðina á Hrauni í október 2022 í tengslum við þátttöku í Tæknidegi fjölskyldunnar í VA. Þar ræddi hann við slökkviliðsmenn á vakt um óveðrið og skoðaði skemmdir sem urðu á húsnæði og búnaði.

Áfram var unnið að því að skipuleggja opinbera heimsókn og stóð til að hún ætti að eiga sér stað í kringum páskana sem voru snemma í apríl 2023. Eftir samskipti við embættið í kjölfar snjóflóðanna í lok mars 2023 var fundin ný tímasetning og fór það svo að Hr. Guðni Th. Jóhannesson, kom í opinbera heimsókn til Fjarðabyggðar dagana 8. til 10. maí 2023. 
Guðni gaf sér góðan tíma, fór víða um og heimsótti öll samfélög og metfjölda staða í Fjarðabyggð og dvaldi hjá okkur í þrjá heila daga. Öll lögðum við okkur fram um að taka vel á móti forsetanum hvar sem hann kom og allsstaðar sýndi hann samfélagi okkar einstaka hlýju, vináttu og kærleika. Við fórum í heimsóknir í fjölmörg fyrirtæki, umdæmissjúkrahúsið, hjúkrunarheimili, grunnskóla, leikskóla, fórum um borð í togara, silgdum í Mjóafjörð með ferjunni, fórum í fjárhús og kíktum í sauðburð og svona mætti lengi áfram telja. Heimsóknin var virðuleg en á sama tíma mjög persónuleg og fann ég hvað það skipti samfélagið okkur miklu máli að Guðni gaf sér góðan tíma með okkur, hann hlustaði og ræddi um náttúruöflin af auðmýkt en var á sama tíma hughreystandi, hvetjandi og bjartsýnn fyrir okkar hönd þar sem samhugurinn og samtakamátturinn var svo áþreifanlegur hvert sem við komum.
Kæri Guðni, Elíza og börn. Á þessum tímamótum viljum við í Fjarðabyggð þakka ykkur fyrir þann kærleik og vináttu sem þið hafið sýnt samfélaginu okkar í Fjarðabyggð. Megi framtíðin verða ykkur björt og verið ævinlega velkomin til okkar í heimsókn.
Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri. 
Fleiri myndir:
Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson
Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson
Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson
Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson
Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson
Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson
Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson
Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson
Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson

Frétta og viðburðayfirlit