Kvennafrídagurinn var haldinn í fyrsta skipta þann 24. október 1975. Þann dag lögðu konur niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Af því tilefni hafa konur verið hvattar til að ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14:55 í dag undir yfirskriftinni "Breytum ekki konum - Breytum samfélaginu".
24.10.2018
Kvennafrídagurinn 24. október
Fjarðabyggð hvetur konur sem starfa hjá sveitarfélaginu til að taka sér frí frá kl. 14:55 þar sem því verður við komið. Stjórnendur og forstöðumenn stofnanna hafa verið hvattir til að gera konum kleift að yfirgefa vinnustaði sína á þessum tíma og taka þátt í þessum táknræna viðburði.