Á þessum einstöku tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Austurlands verður flutt tónlist úr þekktum kvikmyndum sem flestir ættu að kannast við, eins og Star Wars, Godfather, James Bond, Batman o.fl. Gæsahúðartónleikar fyrir alla fjölskylduna
25.04.2023
KVIKMYNDATÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR AUSTURLANDS
Húsið opnar kl.15:30
Miðaverð 4990 kr / 2490 kr börn 12 ára og yngri
Forsala miða hefst hjá Tix.is miðvikudaginn 12. apríl
Ekki missa af þessum stærstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Austurlands til þessa þar sem flutt verður sívinsæl tónlist eftir m.a. John Williams (Star Wars/Stjörnustríð), Nino Rota (Guðföðurinn/The Godfather), Danny Elfman (Batman), John Barry (James Bond) og Ennio Morricone (Once Upon a Time in The West) ásamt fleirum mögnuðum verkum.
Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson
Sérstakar þakkir fyrir stuðninginn fá: Uppbyggingarsjóður Austurlands, Tónlistarsjóður, Múlaþing, Fjarðabyggð, Eskja, Alcoa, Menningarsjóður FÍH, Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Landsbankinn, Íslandsbanki, Síldarvinnslan, Sparisjóðurinn, SÚN, Rubix, LaunAfl, Tanni Travel, Hótel Eskifjörður og Eimskip.