mobile navigation trigger mobile search trigger
09.03.2020

Kynning á skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027

Í skipulags- og matslýsingu er farið yfir ýmis mál sem skipta máli við endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027. Aðalskipulag gerir grein fyrir stefnu bæjarstjórnar í mörgum málaflokkum, einkum þeim sem varða ráðstöfun lands, t.d. fyrir byggð og opin svæði. Aðalskiplagið hefur því áhrif á réttindi og skyldur þeirra sem búa og starfa í sveitarfélaginu.

Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, í þjónustugáttum í bókasöfnum Fjarðabyggðar og á heimasíðu Fjarðabyggðar, fjardabyggd.is svo þeir sem þess óska geti kynnt sér skipulags- og matslýsinguna og komið með ábendingar vegna hennar. Kynningartími er til 31. mars næstkomandi. Skila skal skriflegum ábendingum til umhverfis- og skipulagssviðs á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð eða á netfangið skipulagsfulltrui@fjardabyggd.is

Skipulags- og matslýsing fyrir endurskoðun aðalskipulags

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit