Á miðvikudag fengu foreldrar kynningu á og undirrituðu læsissáttmála.
27.01.2017
Læsissáttmáli undirritaður í Grunnskóla Reyðarfjarðar
Frá því að þjóðarsáttmáli um læsi var undirritaður haustið 2015 hafa skrefin verið tekin jafnt og þétt í læsismálum. Á síðasta ári var læsissáttmáli fyrir foreldra innleiddur. Markmið hans er að stuðla að aukinni lestrarfærni barna og unglinga og auka vitund forelldra um ábyrgð þeirra gagnvart læsi barna sinna. Með honum er einnig verið að höfða til samtakamáttar og samábyrgðar foreldra.
Á fundinum á miðvikudag var sáttmálinn kynntur og síðan voru umræður. Eftir það var samningurinn undirritaður.
Sáttmálinn undirstrikar það hlutverk sem foreldrar hafa á nám barna sinna.