Í dag var ritaði undir samstarfsamning þess efnis að Landsmót UMFÍ 50+ verði haldið í Neskaupstað árið 2019.
16.11.2018
Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Neskaupstað 2019
Það var Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sem ritaði undir samkomulagið fyrir hönd Fjarðabyggðar, Haukur Valtýsson fyrir hönd UMFÍ og Gunnar Gunnarsson fyrir hönd ÚÍA.
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri.
Mótið verður haldið í lok júní á næsta ári og er von á fjölda fólks til Fjarðabyggðar í tengsum við mótið.