Í dag, 24. október, eru rúm fjörutíu ár liðin frá því konur um allt land fylktu liði og yfirgáfu heimili og vinnustaði til að vekja athygli á ójafnri stöðu kynjanna. Baráttumál kvenna þá voru margvísleg og snerust m.a. um launajafnrétti. Nú árið 2016 hefur sem betur fer margt færst í rétta átt en samt sem áður sýna nýjustu launakannanir á vinnumarkaði að enn ber eitthvað í milli í launum kynjanna.
Allir kvenkyns starfsmenn Fjarðabyggðar, sem þess óska, munu af þessu tilefni leggja niður störf kl. 14:38 í dag mánudaginn 24.október.