Kæru umsjónarmenn hunda sem og aðrir íbúar,
Vegna ítrekaðra ábendinga um lausa hunda innan íbúabyggðar í Fjarðabyggð vill dýraeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri:
Hunda skal ávallt hafa í bandi á göngu innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins. Þetta þýðir t.d. að ekki má ganga með hunda lausa á göngustígum ofan byggðar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði eða Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði eða á Breiðdalsvík.
Þeir sem verða varir við slíkt athæfi er bent á ábendingakerfi Fjarðabyggðar, fylgja skal með mynd ásamt frekari upplýsingum er varða málið.
Biðjum við alla umsjónaraðila hunda að sýna ábyrgð og tillitssemi.