mobile navigation trigger mobile search trigger
02.07.2020

Lausaganga hunda bönnuð innan þéttbýlismarka Fjarðabyggðar

Kæru umsjónarmenn hunda sem og aðrir íbúar,

Vegna ítrekaðra ábendinga um lausa hunda innan íbúabyggðar í Fjarðabyggð vill dýraeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri:

Hunda skal ávallt hafa í bandi á göngu innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins. Þetta þýðir t.d. að ekki má ganga með hunda lausa á göngustígum ofan byggðar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði eða Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði eða á Breiðdalsvík.

Þeir sem verða varir við slíkt athæfi er bent á ábendingakerfi Fjarðabyggðar, fylgja skal með mynd ásamt frekari upplýsingum er varða málið.

Biðjum við alla umsjónaraðila hunda að sýna ábyrgð og tillitssemi.

Kort af þéttbýlismörkum má nálgast með því að smella hér

Frétta og viðburðayfirlit