Leiðtogafræði, samfélagsverkefni, ræðumennska og verkefnastjórnun var á meðal áhuaverðra viðfangsefna á árlegu leiðtoganámskeiði ungmennaráðsins.
03.03.2016
Leiðtoganámskeið Ungmennaráðs Fjarðabyggðar
Námskeiðið fór fram að þessu sinni í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Um heilsdags námskeið er að ræða sem fer fram á laugardegi frá kl. 9 til 18. Umsjón hafði Helgi Laxdal hjá JCI Austurlandi.
Um góðan undirbúning er að ræða fyrir fulltrúa ungmennaráðsins, sem hefur ráðgefandi hlutverki að gegna gagnvart bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Hefð hefur skapast fyrir einum sameiginlegum fundi með bæjarstjórn Fjarðabyggðar á ári og er sá fundur fyrirhugaður nú í apríl næstkomandi.
Velheppnuðum degi lauk síðan með góðri veislu á Tærgesen.
Hér að neðan má sjá nokkrar skemmtilegar svipmyndir af námskeiðinu ásamt hópmynd í lok dags.
Fleiri myndir: