Gengi Fjarðabyggðar og Leiknis var nokkuð misjafnt í Lengjubikarnum. Leikni gekk nokkuð vel á meðan lið Fjarðabyggðar átti erfiða daga.
Lengjubikarinn
Liði Fjarðabyggðar gekk vægast sagt illa og tapaði öllum leikjum sínum. Liðið skoraði einungis þrjú mörk en fékk á sig tuttugu og eitt stykki. Margt bendir til að liðið eigi erfitt verk fyrir höndum í 1.deildinni ( B - deild ) í sumar eftir að hafa endað um miðja deild síðasta sumar. Liðið hefur reyndar verið í frjálsu falli síðan um miðjan júlí 2015 en eftir frábæra byrjun fékk liðið einungis 7 stig í seinni umferð Íslandsmótsins.
Leiknir fékk hinsvegar fjögur stig, vann Reykjavíkur Þrótt og gerði jafntefli við nafna sína úr Breiðholtinu. Jafnframt tapaði liðið naumlega gegn Íslandsmeisturum FH 0 – 1. Liðið gerði hinsvegar einungis fjögur mörk en fékk á sig ellefu. Þar munaði mikið um 5-0 tap á móti Akureyrar Þór. Leiknir eru nýliðar í 1.deildinni í sumar.
Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar hefur leikið 3 leiki af 4 í sínum riðli, unnið einn en tapað tveimur.