Það var mikið um að vera á Eskifjarðarhöfn í morgun, og má með sanni segja að höfnin hafi iðað af lífi. Á myndinni hér til hliðar má sjá tvo álhraðbáta sem verið er að skipa upp. Bátarnir eru í eigu Laxa Fiskeldis EHF og verða notaðir til að ferja starfsfólk til vinnu á sjóakvíum fyrirtækisins. Þessi sami bátur kom einnig með fóður fyrir fyrirtækið. Á myndinni má einnig sjá mjölflutningaskip sem er að skipa út mjöli frá Eskju.
03.03.2021