Mikilvægur hluti námsins í leikskólanum er útinám.
30.03.2017
Líf og fjör í Lyngholti
Útinám er einnig hluti af umhverfissáttmála leikskólans þar sem kveðið er á um að njóta útivistar, vettvangsferða og útináms. Veðrið hefur verið gott að undanförnu miðað við árstíma og veitt mikla möguleika á útivist.
Á deildunum Aspar- og Greniholti fara nemendur m.a. í sameiginlegar gönguferðir eins og sjá má á myndunum sem fylgja með. Gullmolarnir á myndunum eru börn á aldrinum 2-3 ára, fædd 2014 og 2015.
Fleiri myndir: