mobile navigation trigger mobile search trigger
14.08.2020

Líkamsræktarstöðvarnar opna að nýju

Ákveðið hefur verið að opna að nýju, eftir tímabundna lokun, líkamsræktarstöðvarnar í Neskaupstað, Breiðdal og á Eskifirði, frá og með sunnudeginum 16. ágúst. Líkamsræktin á Reyðarfirði opnar að nýju mánudaginn 17. ágúst.

Eftirfarandi takmarkanir verða á opnun stöðvanna.

 

Líkamsræktarstöðvarnar opna að nýju


  1. Að hámarki 10 einstaklingar geta verið við æfingar í einu í líkamsræktarstöðvunum í Neskaupstað og á Eskifirði og Reyðarfirði.

  2. Að hámarki 5 einstaklingar geta verið við æfingar í einu í líkamsræktarstöðinni í Breiðdal. 
  1. Þeir sem koma til æfinga þurfa að skrá sig hjá starfsmanni í afgreiðslu fyrir æfingu og skrá sig út að lokinni æfingu. 
  1. Auglýsingar verða settar upp á áberandi stöðum á tækjum til að vekja athygli á 2ja metra reglunni. 
  1. Sótthreinsibrúsar og pappír verða sýnileg og allir notendur verða að sótthreinsa tæki fyrir og eftir notkun. Auglýsingar verða settar upp til að undirstrika þetta. 
  1. Mælst er til þess að ekki sé æft lengur en eina klst. í einu þannig að sem flestir komist að.

Frétta og viðburðayfirlit