mobile navigation trigger mobile search trigger
23.02.2018

List fyrir alla - Skuggamynd stúlku

Á dögunum stóð verkefnið List fyrir alla fyrir því að sýna grunnskólanemum í Fjarðabyggð leiksýninguna Skuggamynd stúlku eftir Agnesi Wild.

List fyrir alla - Skuggamynd stúlku

Skuggamynd stúlku er farandleiksýning fyrir unglinga um hlutverk þeirra sem verða vitni að einelti. Verkið fjallar að miklu leyti um hvernig aðalsögupersónanan Bradie upplifir sig í samfélaginu, henni finnst þrýst á sig á ólíka vegu úr ólíkum áttum, væntingar frá jafnöldrum koma ekki heim og saman við væntingar mömmu hennar, væntingar skólans eða jafnvel væntingar hennar sjálfrar.

Allt er þetta eitthvað sem flestir unglingar kannast við úr eigin lífi. Verkið er því tilvalið til flutnings fyrir bæði unglinga og foreldra þeirra, og er tilvalið að tengja það umræðum og fræðslu um málefni á borð við einelti, sem er aðal viðfangsefni verksins, en einnig hópþrýsting, samband foreldra og unglinga og fleira sem viðkemur unglingsárunum. 

Verkefnið List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.

Frétta og viðburðayfirlit