mobile navigation trigger mobile search trigger
11.05.2022

Listasmiðjur Menningarstofu Fjarðabyggðar fyrir börn sumarið 2022

Menningarstofa Fjarðabyggðar mun, eins og síðasta ár, halda úti listasmiðjum sumarið 2022 en það eru skapandi námskeið fyrir börn sem lokið hafa 3.-7. bekk grunnskóla (fædd 2009-2013). Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið víðsvegar um Fjarðabyggð. Allar nánari upplýsingar um skráningu og þær smiðjur sem eru boði á finna á heimasíðunni með því að smella hér.

Listasmiðjur Menningarstofu Fjarðabyggðar fyrir börn sumarið 2022

Í boði verða 5 listasmiðjur í sumar:

  • Spuna- og leiklistarsmiðja – spunaleikrit
  • Teiknikennsla og persónusköpun
  • Hipphopp, rapp og framkoma
  • Hljóðlist og tónlistargjörningar
  • Ljósmyndasmiðja

Smiðjurnar eru starfrækt fimm daga vikunnar, eftir hádegi, og haldin verður stutt kynning á vinnunni í lok námskeiðs. Nánari upplýsingar um námskeiðin verða sendar í tölvupósti til skráðs forráðamanns áður en námskeið hefst.

Við hvetjum fólk til að sækja námskeið milli staða. Athugið að ekki eru skipulagðar samgöngur milli byggðakjarna fyrir þessi námskeið en við hvetjum foreldra til að skiptast á að keyra á milli og nýta almenningssamgöngur eins og hægt er.

Við biðjum foreldra um að vera tímanlega í að skrá börnin þar sem það er takmarkað pláss í boði. Lágmarksfjöldi á námskeið eru fimm þátttakendur.

Aðeins þeir sem eru skráðir mega vera á námskeiðunum, ef vinir vilja bætast í hópinn skulu foreldrar hafa samband við leiðbeinanda um möguleika á skráningu.

Verð fyrir hvert námskeið er 10.000 kr.

  • Veittur er 25% systkinaafsláttur (verð: 7500 kr. fyrir hvert barn)
  • Ef barn tekur þátt í fleiri en einu námskeiði er einnig veittur 25% afsláttur (verð: 7500 kr. fyrir hvert námskeið)

Börnin skulu mæta með létt nesti og í þægilegum fötum sem mega verða fyrir hnjaski. Við erum oft bæði úti og inni sama daginn og því er gott að vera klæddur eftir veðri.

Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir starfsfólk Menningarstofu í síma 470-9000 og menningarstofa@fjardabyggd.is.

Sótt er um í gegnum íbúagátt Fjarðabyggðar með því að smella hér

Verkefnið er skipulagt og stýrt af Menningarstofu Fjarðabyggðar og hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands en listafólkið tekur einnig þátt í öðrum verkefnum á vegum Menningarstofu á meðan á dvöl þeirra stendur.

Frétta og viðburðayfirlit