Nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar sýndu á dögunum söngleikinn Litlu Hryllingsbúðina. Fjölmenni sótti sýninguna sem þótti takast afar vel.
09.04.2018
Litla hryllingsbúðin í Grunnskóla Reyðarfjarðar
Sýningin var sett upp í tilefni af árshátíð Grunnskóla Reyðarfjarðar og tóku allir bekkir skólans þátt. Æfingar hófust mánudaginn 19. mars og var verkið sýnt föstudaginn 24. mars.
Það er afrek að setja upp heilan söngleik á fjórum dögum með 180 börnum, þar af 20 manna stórsveit Tónlistarskóla Reyðarfjarðar. Til að hrinda slíkri sýningu úr vör þarf áræðni og þor, staðfestu og kraft og það hafa þær Díana Ívarsdóttir kennari sem leikstýrði verkinu og Alda Rut Garðasdóttir tónlistarkennari sem stýrði hljómsveit tónlistarskólans.