Alcoa Fjarðaál, í samstarfi við Sláturhúsið og Menningarstofu Fjarðabyggðar, býður börnum á jólasýninguna Litla stúlkan með eldspýturnar 17. og 18. desember.
Litla stúlkan með eldspýturnar er ævintýri sem flestir þekkja. Snæfríður Ingvarsdóttir og Sigurður Ingvarsson hafa sett söguna í nýjan og nútímalegan búning.
Þetta er stutt leikrit fyrir börn sem kveikir á ímyndunaraflinu og vekur upp samkennd gagnvart þeim sem eiga um sárt að binda og þakklæti fyrir það sem við höfum.
Sýningin er 25 mínútur og er hugsuð fyrir börn á aldrinum 3–7 ára, en að sjálfsögðu eru öll velkomin.
Sýningarnar verða alls fjórar:
- Laugardaginn 17. desember kl. 14 og 15 í Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð
Fljótsdalshéraðs, á Egilsstöðum
- Sunnudaginn 18. desember kl. 11 og 12 í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði
Góða skemmtun og gleðileg jól!