mobile navigation trigger mobile search trigger
01.11.2017

Lofti blásið í ærslabelg á Fáskrúðsfirði

Í síðustu viku var lofti blásið í svokallaðan ærslabelg á nýju fjölskyldu- og útvistarsvæði í skrúðgarðinum á Fáskrúðsfirði.

Lofti blásið í ærslabelg á Fáskrúðsfirði
Börn að leik á nýja ærslabelgnum á Fáskrúðsfirði. Mynd; Fjóla Þorsteinsdóttir

Hópur áhugafólks á Fáskrúðsfirði hefur tekið sig saman og unnið að því undanfarið að að byggja upp fjölskyldu- og útivistarsvæði á staðnum. Fyrsta verkefni hópsins var að ráðast í fjáröflun fyrir kaupum og uppsetningu á svokölluðum ærslabelg. Leitað var til fyrirtækja á svæðinu sem styrktu verkefnið og fimmtudaginn 26. október var svo lofti blásið í belginn og er hann því tilbúinn til notkunar.

Áhugahópurinn stefnir að því að halda áfram uppbyggingu á svæðinu og sjá fyrir sér fleiri leiktæki auk frísbígolfvallar. Fimmtudaginnn 2. nóvember stendur kór Fáskrúðsfjarðarkirkju fyrir tónleikum í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði og mun aðgangseyrir renna óskiptur til uppbyggingar á fjölskyldu- og útivistargarðinum.

Frétta og viðburðayfirlit