Opnun sýningarinnar Minna En Ekkert er föstudaginn 28. júlí og mun standa til 30. júlí.
Sýningin verður á Búðavegi 8, 750 Fáskrúðsfirði í húsi sem heitir Templarinn. Sýningin verður sömu helgi og Franskir dagar og hvetjum við alla til að njóta hinna viðburða líka!
Í ár erum við sex í hópnum og erum öll að gera mismunandi en flott og áhugaverð listaverk. Auk lokaverkefnana okkar munum við sína nokkur verk í vinnslu frá sumrinu, auk listaverka sem unnin voru í LungA. Hér fyrir neðan er smá um hvað þú getur búist við frá hverjum listamanni:
- -Anna Karen Marinósdóttir sýnir videoverk byggt á ljóði sem verður ef til vill í næstu ljóðabókinni hennar.
- Helena Lind Ólafsdóttir sýnir dúkristur, skúlptúra og rafrænar teikningar.
- Kormákur Valdimarsson sýnir myndskreytt ljóð með tónlistarsetti.
- María Rós Steindórsdóttir sýnir rafrænar teikningar af gæludýrum í Fjarðabyggð og þið sem eigið gæludýrin sem hún teiknaði geta fengið ókeypis afrit af mynd af dýr/dýrunum ef þið komið á sýningu.
- Sara Rut Magnadóttir sýnir skúlptúra og ritunarverk um dýr í dýragörðum og hættur af útlegð.
- Stefán Ingi Ingvarsson sýnir olíumálverk sem sýna mismunandi stig meðvitunar.
Við hlökkum mikið til sýningarinnar og vonum til að sjá sem flest.
Opnunartímar:
Föstudaginn 28. Júlí kl. 16 - 19
Laugardaginn 29. Júlí kl. 12 - 16
Sunnudaginn 30. Júlí kl. 12 - 16
Templarinn, Búðavegur 8, Fáskrúðsfirði