mobile navigation trigger mobile search trigger
02.04.2020

Lokun bókasafna í Fjarðabyggð

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið það út að engar undanþágur verði veittar vegna lokunar almenningsbókasafna. Því verður ekki lengur hægt að hafa samband við bókaverði til að fá lánaðar bækur og fá þær afhentar eftir samkomulagi. Litið er svo á að söfnin eigi að vera lokuð og það að lána út bækur, þó snertilaust sé, jafngildi opnun.

Þeir lánþegar sem eru með bækur í láni þurfa að geyma bókasafnsbækurnar heima hjá sér þar til afnumið hefur verið samkomubanni.

Minnum á Facebook síðu bókasafnanna, þar sem ýmsan fróðleik er að finna.

Ef breytingar verða á fyrirkomulaginu verður það auglýst á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Frétta og viðburðayfirlit