Vegna hertra sóttvarnarráðstafana munu líkamsræktarstöðvar í Fjarðabyggð loka frá og með mánudeginum 5. október. Gert er ráð fyrir þessum lokunum að minnsta kosti næstu tvær vikurnar, og jafnvel lengur eða þar til nýjar ákvarðanir verða teknar af yfirvöldum. Sundlaugar í Fjarðabyggð verða áfram opnar en miðað er við 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta í laugarnar. Þessar takmarkanir ættu því ekki að hafa teljandi áhrif á starfssemi sundlauganna, en gestafjöldi sem kemur í sund á þessum tíma árs er alla jafna vel undir þeim fjöldatakmörkunum sem eru í gildi.
05.10.2020