Bæjarráð Fjarðabyggðar ályktaði á fundi 2. janúar um málefni Reykjavíkurflugvallar.
03.01.2017
Lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar
Bæjarráð mótmælir harðlega hvernig komið er fyrir sjúkraflugi á Íslandi með lokun Reykjavíkurborgar á neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar.
Það má aldrei gleymast að það er sameiginleg ábyrgð allrar þjóðarinnar að öryggi og heilsu íbúa landsins sé ekki stefnt í tvísýnu.
Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur axlað sína ábyrgð í þessum málum með aðkomu sinni og aðila í heimabyggð, að endurbyggingu neyðarbrautar við Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hvetur því Borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða strax ákvörðun sína um lokun neyðarbrautarinnar.
Jafnframt er mikilvægt að ríkisvaldið komi að málinu, þannig að það verði leyst til framtíðar.