mobile navigation trigger mobile search trigger
22.03.2024

Málörvun barna í Kærabæ

Í Kærabæ er unnið markvisst með málörvun barna. Ýmist námsefni er notað til þess, til dæmis Lærum og leikum með hljóðin, Lubbi, ásamt mörgu öðru. Börnin fá kennsluna í gegnum leik þeirra.

Lubbi er á öllum deildum. Lubbi er íslenskur fjárhundur sem er duglegur að gelta og þá heyrist ,,voff - voff."  Lubba langar mikið til að læra að tala og þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Góð samvinna og skilningur er við heimilin um það hversu mikilvægt er að lesa fyrir börnin á hverjum degi.  

Málörvun barna í Kærabæ

Börnin skiptast á að fara með Lubba heim um helgar og þar lendir hann í allskonar ævintýrum. Börnin safna beinum í beinafjallið hans Lubba. Þau safna beinunum með því að skrifa þá sögu/bók niður á bein sem lesin var heima. Svo hengja þau beinið í fjallið.

Starfsfólk Kærabæjar finna og sjá það vel  hversu duglegir foreldrar/forráðamenn eru að lesa fyrir börnin sín. Einnig fara þau með foreldrum og starfsfólki reglulega í heimsókn á bókasafnið á Fáskrúðsfirði.

Fleiri myndir:
Málörvun barna í Kærabæ
Málörvun barna í Kærabæ

Frétta og viðburðayfirlit