Í Kærabæ er unnið markvisst með málörvun barna. Ýmist námsefni er notað til þess, til dæmis Lærum og leikum með hljóðin, Lubbi, ásamt mörgu öðru. Börnin fá kennsluna í gegnum leik þeirra.
Lubbi er á öllum deildum. Lubbi er íslenskur fjárhundur sem er duglegur að gelta og þá heyrist ,,voff - voff." Lubba langar mikið til að læra að tala og þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Góð samvinna og skilningur er við heimilin um það hversu mikilvægt er að lesa fyrir börnin á hverjum degi.