Mannamót markaðsstofanna var haldið í Kórnum Kópavogi á fimmtudaginn 19. janúar síðastliðinn. Um er að ræða fjölmennasta viðburð í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem ferðaþjónum vítt og breitt um landið gefst tækifæri til að kynna sig á höfuðborgarsvæðinu.
Mannamót markaðsstofanna
Alls voru um 231 sýnendur á sýningunni og komu 19 sýnendur frá austurlandi og af þeim voru tíu frá Fjarðabyggð. Óhætt er að segja að mikil gróska er í ferðaþjónustu í Fjarðabyggð.
Eftirfarandi fyrirtæki komu frá Fjarðabyggð: Tanni Travel,Fjarðabyggð, Fosshótel Austfirðir, Tinna Adventure, Skorrahestar, Hildibrand Hótel, Hótel Eskifjörður, Mjóeyri, Sólbrekka Mjóafirði og Hótel Breiðdalsvík.
Markaðsstofur landshlutanna eru sex talsins og eru starfrækt á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og á Suðurlandi.
Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál, móttöku blaðamanna ásamt beinni markaðssetningu og vinnu við vöruþróun í ferðaþjónustu.
Markaðsstofurnar starfa í samvinnu við fyrirtæki í greininni, ferðamálasamtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og fleiri hagsmunaaðila.
Markaðsstofur landshlutanna starfa með um 900 fyrirtækjum og sveitarfélögum um allt land.