mobile navigation trigger mobile search trigger
20.11.2023

Margt um að vera í Fjarðabyggð um helgina

Nóg var um að vera í Fjarðabyggð um helgina. Á föstudagskvöldinu var Rokk fyrir geðheilsuna í Egilsbúð og komu þar fram Hljómsveitin Óvissa ásamt Degi Sig og Stebba Jak. Sérstakir gestir voru CHÖGMA, Nanna Imsland og Sóley Þrastar. Allur ágóði tónleikanna rennur til styrktar geðheilbrigðismála á Austurlandi. 

Margt um að vera í Fjarðabyggð um helgina

Á laugardaginn opnaði svo hinn árlegi jólamarkaður Dalahallarinnar, þar sem hægt var að kaupa allt frá harðfisk, reyktri gæs til bóka og hannyrðavörum sem og að gæða sér á íslenskum pönnukökum og heitu súkkulaði.

Rithöfundarlestinn stoppaði einnig við á laugardaginn í Safnahúsinu í Neskaupstað þar koma saman rithöfundar og lesa upp úr verkum sínum. Að þessu sinni voru það þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir sem las uppúr  nýjustu skáldsögu sinni Duft, Nanna Rögnvaldsdóttir með sína fyrstu skáldsögu Valskan, Arndís Þórarinsdóttir sem nýverið hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Kollhnís. Fulltrúar Austurlands í lestinni eru svo Sævar Guðjónsson og Þórhallur Þorvaldsson sem kynntu bók sína um Páll Leifsson - Palla í Hlíð.

Fleiri myndir:
Margt um að vera í Fjarðabyggð um helgina
Margt um að vera í Fjarðabyggð um helgina
Margt um að vera í Fjarðabyggð um helgina
Margt um að vera í Fjarðabyggð um helgina
Margt um að vera í Fjarðabyggð um helgina

Frétta og viðburðayfirlit