Þann 20. nóvember sl. stóðu Fjarðabyggðarhafnir fyrir mengunarvarnaræfingu við Mjóeyrarhöfn, þar sem æfð var notkun á flotgirðingu.
03.12.2018
Mengunarvarnaræfing við Mjóeyrarhöfn
Fjarðabyggðahafnir hafa umsjón með mengunarvaranarbúnaði sem staðsettur er við Mjóeyrarhöfn. Búnaðurinn er ætlaður til að bregðast við mengunaróhöppum á hafi og samanstendur meðal annars af flotgirðingum sem hægt er að nýta til að takmarka útbreiðslu olíu á sjó.
Starfsmenn hafna og þjónustumiðstöðva, auk starfsmanna slökkviliðs og björgunarsveitarmanna úr björgunassveitinni Brimrúnu á Eskifirði æfðu nýlega notkun á flotgirðingum við Mjóeyrarhöfn. Líkt var eftir því að leki kæmi úr skipi við höfn og var flotgirðing sett umhverfis skipið.
Æfingar sem þessar eru nauðsynlegar til að tryggja að til staðar sé þekking á notkun viðbragðsbúnaðar, þó svo að helst vilji allir forðast atvik sem kalla á viðbúnað sem þennan.
Fleiri myndir: