mobile navigation trigger mobile search trigger
02.09.2019

Menningarhátíðin BRAS 2019

BRAS er menningarhátíð þar sem börnum og ungu fólki á Austurlandi er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðu samhengi. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið 2018 og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust, en septembermánuður er tileinkaður menningu barna og ungmenna á Austurlandi. 

Menningarhátíðin BRAS 2019

Einkunnarorð hátíðarinnar eru Þora! Vera! Gera! enda er leiðarljós hátíðarinnar að hvetja börn og ungmenni á Austurlandi til að þora að vera þau sjálf og framkvæma á eigin forsendum. Markmiðið er að búa til vettvang þar sem öll börn og ungmenni á Austurlandi geta unnið saman á jafningjagrundvelli óháð móðurmáli, tungumálakunnáttu og búsetu. Unnið er þvert á þjóðerni, byggðakjarna og aldur.  

Önnur markmið með BRAS eru meðal annars þessi: 

  • Að börnkynnist fjölbreyttum aðferðum listanna við skapandi vinnu.
  • Að opna augu barna og ungmenna á Austurlandi fyrir mikilvægi samveru, samkenndar og samstöðu.
  • Að gefa börnum tækifæri til að kynnast á nýjan hátt og skilja hvert annað út frá nýjum forsendum.
  • Að aukavirðingu og umburðarlyndi meðal barna og ungmenna.
  • Að börn meti að verðleikum fjársjóðinn sem felst í aðgengi að ólíkum menningarheimum.
  • Að nota listsköpunina til að byggja brýr á milli þjóðerna, aldurshópa og byggðakjarna.

Fjölbreytt dagskrá er í boði um allt Austurland og má nálgast opna dagskrá á bras.is en einnig verður boðið upp á ýmis verkefni sem fara fram innan skólastofnana. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðunni www.bras.is

Frétta og viðburðayfirlit