mobile navigation trigger mobile search trigger
03.02.2017

Mikið um að vera í leikskólunum á degi leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur á mánudaginn, 6. febrúar. Í tilefni af því gefa leikskólar sveitarfélagsins innsýn í það góða starf sem þar fer fram.

Mikið um að vera í leikskólunum á degi leikskólans

Dagurinn er haldinn í tíunda sinn. Samstarfsaðilar um daginn eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli - landssamtök foreldra.

Deginum er ætlað að vekja athygli á starfsemi leikskólanna. Í þetta sinn er dagurinn helgaður því góða starfi sem fer fram í leikskólunum og dregið fram það sem hefur áunnist síðustu ár og má þar sérstaklega nefna kynningarátakið Framtíðarstarfið. Átakið fól í sér að kynna leikskólakennarastarfið sem framtíðarstarf. Hér má sjá eina birtingarmynd átaksins.

Í leikskólum sveitarfélagsins verður fjölbreytt dagskrá í tilefni dagsins.

Eyrarvellir: Myndlistarsýning um allan bæ.

Dalborg: Myndlistarsýning víðs vegar í bænum.

Lyngholt: Myndlistarsýning í Molanum og eldri borgurum boðið í Sólarpönnukökukaffi.

Kæribær: Myndlistarsýning um allan bæ.

Stöðvarfjarðarskóli: Opið hús.

Að auki hittist starfsfólk leikskólanna og gerir sér glaðan dag.

Frétta og viðburðayfirlit