mobile navigation trigger mobile search trigger
13.05.2024

Mjóafjarðarheiði opnuð; Áfram unnið að breikkun og útskotum

Vegurinn um Mjóafjarðarheiði hefur verið opnaður og er fær vel útbúnum, fjórhjóladrifnum bílum. Búið er að stinga í gegnum skaflana sem margir hverjir eru allt að fjögurra metra háir. 

Mikill snjór er enn á heiðinni og krapi og klaki á veginum. Áfram verður unnið að því að breikka leiðina og gera útskot svo bílar geti mæst með góðu móti.

Hinrik Þór Oliversson, yfirverkstjóri á þjónustudeild Vegagerðarinnar á Reyðarfirði, segir meiri snjó á Mjóafjarðarheiðinni núna miðað sama tíma og fyrra en vegurinn um hana hefur verið lokaður frá því í fyrrahaust.

„Við erum örlítið seinna á ferðinni með að opna heiðina í ár miðað við í fyrra en það munar ekki mörgum dögum. Það er tiltölulega auðvelt að eiga við snjóinn, hann er vissulega þungur en þó ekki grjóthart stál eins og stundum vill verða,“ segir Hinrik Þór, en nota þurfti bæði ýtu og blásara til að fjarlægja snjó af veginum.

Frétt af heimasíðu Vegagerðarinnar

Frétta og viðburðayfirlit